13. fundur
utanríkismálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 5. mars 2018 kl. 09:30


Mættir:

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:50
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:44
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:44
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:44
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:44
Inga Sæland (IngS), kl. 09:44
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:44
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:44
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:44

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir boðaði forföll. Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi kl. 10:10.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1792. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:45
Fundargerðir 11. og 12. fundar voru samþykktar.

2) 116. mál - úttekt á stofnun vestnorrænna eftirskóla Kl. 09:45
Á fundinn komu Guðjón S. Brjánsson formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, Sigurður Ólafsson framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins og Bylgja Árnadóttir alþjóðaritari.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Bryndís Haraldsdóttir var valin framsögumaður málsins.

3) 117. mál - vestnorrænt samstarf um menntun í sjávarútvegsfræðum Kl. 09:55
Guðjón S. Brjánsson formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, Sigurður Ólafsson framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins og Bylgja Árnadóttir alþjóðaritari kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var valin framsögumaður málsins.

4) 118. mál - ráðstefna um stöðu Íslands, Færeyja og Grænlands í nýjum veruleika alþjóðastjórnmála Kl. 10:04
Guðjón S. Brjánsson formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, Sigurður Ólafsson framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins og Bylgja Árnadóttir alþjóðaritari kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Silja Dögg Gunnarsdóttir var valin framsögumaður málsins.

5) 119. mál - útgáfa vestnorrænnar söngbókar Kl. 10:09
Guðjón S. Brjánsson formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, Sigurður Ólafsson framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins og Bylgja Árnadóttir alþjóðaritari kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Logi Einarsson var valinn framsögumaður málsins.

Nefndin lauk umfjöllun um málið. Að nefndaráliti stóðu Rósa Björk Brynjólfsdóttir varaformaður, Logi Logi Einarsson framsögumaður, Ari Trausti Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Silja Gunnarsdóttir, Smári McCarthy og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

6) 120. mál - rannsóknir á örplasti í lífverum sjávar í Norður-Atlantshafi Kl. 10:23
Guðjón S. Brjánsson formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, Sigurður Ólafsson framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins og Bylgja Árnadóttir alþjóðaritari kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ari Trausti Guðmundsson var valinn framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 10:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir gerði tillögu um að nefndin stæði sameiginlega að skýrslubeiðni um vopnaflutningamálið.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:35