10. fundur
utanríkismálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 4. desember 2020 kl. 09:05


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:05
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:05
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:05
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:05
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:05
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:05
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:05
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:05

Þorgerður K. Gunnarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Bylgja Árnadóttir
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1916. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 9. fundar var samþykkt.

2) Kynning á starfsemi sendiskrifstofa Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Stefán Haukur Jóhannesson, Sturla Sigurjónsson og Þórdís Sigurðardótir frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir fóru yfir starfsemi sendiskrifstofa í London, Tókýó og Úganda og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 209. mál - fjarskipti Kl. 10:35
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

4) 315. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2020 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn Kl. 11:10
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Sigríður Á Andersen form., Ari Trausti Guðmundsson frsm., Bryndís Haraldsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Logi Einarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir.

5) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1724 frá 2. október 2018 um að koma á einni stafrænni gátt til að veita aðgang að upplýsingum, málsmeðferðarreglum og aðstoð og þjónustu til lausnar á vandamálum og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1024/201 Kl. 11:15
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

6) 19. mál - utanríkisþjónusta Íslands Kl. 11:17
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

7) Önnur mál Kl. 11:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25