17. fundur
utanríkismálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðja, miðvikudaginn 17. janúar 2024 kl. 10:15


Mætt:

Diljá Mist Einarsdóttir (DME) formaður, kl. 10:22
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 10:22
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 10:22
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 10:22
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 10:22
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 10:22

Bjarni Jónsson, Jón Gunnarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Eggert Ólafsson
Stígur Stefánsson

2029. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:25
Fundargerð 16. fundar var samþykkt.

2) Ástandið í Úkraínu Kl. 10:25
Gestur fundarins var Þórlindur Kjartansson, fv. aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Hann fjallaði um stuðning Íslands við Úkraínu og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Staðan í Rússlandi Kl. 11:13
Gestur fundarins var Masha Alekhina úr hljómsveitinni Pussy Riot. Hún ræddi ástandið í Rússlandi og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Alþjóðastarf utanríkismálanefndar Kl. 11:51
Dagskrárliðnum var frestað.

5) Önnur mál Kl. 11:51
Rætt var um starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00