60. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu í Skála, þriðjudaginn 19. júní 2012 kl. 19:20


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) fyrir ÁÞS, kl. 19:20
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 22:15
Bjarni Benediktsson (BjarnB), kl. 19:20
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 19:20
Illugi Gunnarsson (IllG) fyrir REÁ, kl. 19:20
Margrét Tryggvadóttir (MT) fyrir BirgJ, kl. 22:15
Mörður Árnason (MÁ), kl. 19:20
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 19:20
Skúli Helgason (SkH) fyrir HHj, kl. 22:15
Þuríður Backman (ÞBack) fyrir GLG, kl. 19:20

Nefndarritari: Sigrún Brynja Einarsdóttir

Bókað:

1) 709. mál - útlendingar Kl. 19:20
Málið var sent utanríkismálanefnd til umsagnar frá allsherjar- og menntamálanefnd.
Arndís Anna Gunnarsdóttir frá innanríkisráðuneyti kom á fund nefndarinnar og gerði grein fyrir málinu. Ákveðið var að afgreiða umsögn til allsherjar- og menntamálanefndar. Gert var hlé á fundinum kl. 20:00 til að ráðrúm gæfist til að vinna umsögnina.
Nefndin kom aftur saman kl. 22:15. Þá dreifði 1. varaformaður drögum að umsögn nefndarinnar til allsherjar- og menntamálanefndar. Ákveðið var að afgreiða umsögnina frá nefndinni. Fulltrúar Framsóknarflokksins í nefndinni standa ekki að umsögninni.

2) Önnur mál Kl. 22:30
Fleira var ekki gert.

Mörður Árnason, 2. varaformaður, stýrði fyrri hluta fundar í fjarveru formanns.
Árni Páll Árnason, 1. varaformaður, stýrði seinni hluta fundar í fjarveru formanns.

Árni Páll Árnason og Helgi Hjörvar voru fjarverandi fyrri hluta fundar.


Fundi slitið kl. 22:30