38. fundur
utanríkismálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. febrúar 2013 kl. 09:01


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 09:01
Anna Margrét Guðjónsdóttir (AMG) fyrir ÁPÁ, kl. 09:01
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:01
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:01
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 09:18
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:01

Bjarni Benediktsson, Mörður Árnason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Sigrún Brynja Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:09
Fundargerð fundar utanríkismálanefndar frá 19. febrúar var lögð fram til staðfestingar og verður birt á vef Alþingis.

2) 564. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 210/2012 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:10
Nefndin hóf umfjöllun um málið. Nefndin ákvað að Árni Þór Sigurðsson yrði framsögumaður málsins. Formaður lagði til að málið yrði sent út til umsagnar með fresti til 4. mars nk.

3) 565. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 217/2012 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:10
Nefndin hóf umfjöllun um málið. Nefndin ákvað að Árni Þór Sigurðsson yrði framsögumaður málsins. Formaður lagði til að málið yrði sent út til umsagnar með fresti til 4. mars nk.

4) 566. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 229/2012 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:10
Nefndin hóf umfjöllun um málið. Nefndin ákvað að Árni Þór Sigurðsson yrði framsögumaður málsins. Formaður lagði til að málið yrði sent út til umsagnar með fresti til 4. mars nk.

5) Önnur mál. Kl. 09:11
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:19