40. fundur
utanríkismálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 28. febrúar 2013 kl. 09:03


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 09:03
Anna Margrét Guðjónsdóttir (AMG) fyrir ÁPÁ, kl. 09:04
Bjarni Benediktsson (BjarnB), kl. 09:13
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:03
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:08
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 09:13
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:13
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:03

Mörður Árnason var fjarverandi.

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:04
Fundargerð fundar utanríkismálanefndar frá 27. febrúar var lögð fram til staðfestingar og verður birt á vef Alþingis.

2) 564. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 210/2012 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Björn Freyr Björnsson frá innanríkisráðuneyti. Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 565. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 217/2012 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:23
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Ólafur Egill Jónsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 566. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 229/2012 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:32
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Guðmundur Kárason frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál. Kl. 09:39
Rætt var um störf nefndarinnar framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:45