7. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 15. október 2015 kl. 09:00


Mættir:

Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) 1. varaformaður, kl. 09:03
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:03
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:38
Elín Hirst (ElH), kl. 09:03
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:04
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:03
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) fyrir Frosta Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:05
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:03

Hanna Birna Kristjánsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1689. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 6. fundar var samþykkt.

2) 91. mál - alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl. Kl. 09:06
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinnu um málið.

Á fund nefndarinnar komu Ágústa Gísladóttir og Gísli Pálsson frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Þau fóru yfir umsögn stofnunarinnar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Óttarr Proppé, Steinunn Þóra Árnadóttir og Össur Skarphéðinsson lögðu fram skriflega beiðni, með vísan til 15. gr. þingskapa, um að boðaður yrði nýr fundur um málið og tilgreindir gestir yrðu kallaðir til. Formaður varð við beiðninni og boðaði jafnframt að málið yrði afgreitt úr nefnd á þeim fundi.

3) Önnur mál Kl. 10:25
Fjallað var um störf nefndarinnar framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20