28. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í forsætisnefndarherbergi, miðvikudaginn 11. desember 2019 kl. 18:45


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 18:45
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 18:45
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 18:45
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 18:45
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 18:45
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 18:45
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 18:45
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 18:45
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 18:45
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 18:45

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 18:45
Frestað.

2) 319. mál - Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Kl. 18:45
Nefndin fjallaði um málið.

3) 320. mál - almennar íbúðir Kl. 18:50
Frestað.

4) 393. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 18:50
Samþykkt var að afgreiða málið til 2. umræðu með atkvæðum Ólafs Þórs Gunnarssonar, Ásmundar Friðrikssonar, Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur og Vilhjálms Árnasonar.

Helga Vala Helgadóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Halldóra Mogensen, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Vilhjálmur Árnason skrifuðu undir nefndarálit meiri hluta með breytingartillögu, þar af Anna Kolbrún Árnadóttir og Halldóra Mogensen með fyrirvara.
Hanna Katrín Friðriksson, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, var samþykk álitinu.

5) 8. mál - sjúkratryggingar Kl. 19:10
Nefndin fjallaði um málið.

6) 17. mál - 300 þús. kr. lágmarksframfærsla almannatrygginga Kl. 19:20
Nefndin fjallaði um málið.

7) 37. mál - gjaldfrjálsar krabbameinsmeðferðir Kl. 19:30
Frestað.

8) Önnur mál Kl. 19:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:30