44. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 27. febrúar 2020 kl. 13:07


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 13:07
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 13:07
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 13:07
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:07
Brynjar Níelsson (BN) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 15:20
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:07
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:07
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:07
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:07

Halldóra Mogensen boðaði forföll.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:07
Fundargerðir 39., 42. og 43. funda samþykktar.

2) 439. mál - heilbrigðisþjónusta Kl. 13:07
Á fund nefndarinnar mættu Anna Margrét Halldórsdóttir og Theódór Skúli Sigurðsson frá Læknaráði Landspítala, Marta Jónsdóttir og Þóra Gunnarsdóttir frá Hjúkrunarráði Landspítala, Reynir Arngrímsson og Dögg Pálsdóttir frá Læknafélagi Íslands, Arndís Jónsdóttir og Aðalbjörg J. Finnbogadóttir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Unnur Pétursdóttir frá Félagi sjúkraþjálfara, Sandra B. Franks frá Sjúkraliðafélagi Íslands og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir frá Landspítala.
Fóru þau yfir umsagnir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 390. mál - lyfjalög Kl. 15:10
Dagskrárlið frestað.

4) 8. mál - sjúkratryggingar Kl. 15:10
Nefndin ræddi málið.

Halla Signý Kristjánsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Það veldur vonbrigðum að ekki hafi verið kallaðir til gestir vegna máls nr. 8 um sjúkratryggingar eins og var ákveðið á fundi nefndarinnar mánudaginn 24. febrúar sl. og bókað var í fundargerð fundarins. Beiðni þar um var síðan skýrð frekar í tölvupósti frá 1. varaformanni síðar um daginn. Þetta er ekki til þess fallið að flýta framgangi málsins.

Helga Vala Helgadóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Vegna bókunar Höllu Signýjar Kristjánsdóttur vegna beiðni um gest í 8. máli um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, (aðgengi að sálfræðiþjónustu og annarri klínískri viðtalsmeðferð) óskar Helga Vala Helgadóttir eftir að bóka að ekki á nokkrum tímapunkti hafi staðið til að verða ekki við ósk Ólafs Þórs Gunnarssonar um að fá fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytis fyrir velferðarnefnd heldur varð formaður eingöngu við þeirri beiðni Hönnu Katrínar Friðriksson um að fá að ræða málið á næsta fundi.
Í ljósi þess að fram kom í fundargerð 42. fundar, sem fram fór 24. febrúar 2020, að umræða hefði farið fram um framangreint 8. mál, vill formaður taka fram að sú umræða átti sér stað undir liðnum „Önnur mál“ en var fært undir liðinn um 8. mál, eins og venja er.

5) Önnur mál Kl. 15:43
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:43