37. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 20. maí 2022 kl. 09:10


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:10

Guðmundur Ingi Kristinsson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir boðuðu forföll.
Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 10:08.

Nefndarritarar:
Kolbrún Birna Árdal
Þórhildur Líndal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Frestað

2) 482. mál - atvinnuréttindi útlendinga Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar mætti Bjarnheiður Gautadóttir frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Fór hún yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 517. mál - frjáls atvinnu- og búseturéttur launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar mætti Bjarnheiður Gautadóttir frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Fór hún yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 418. mál - mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030 Kl. 09:30
Nefndin ræddi málið.

5) 530. mál - breyting á ýmsum lögum í þágu barna Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar mættu Anna Tryggvadóttir frá mennta- og barnamálaráðuneytinu og Eva Margrét Kristinsdóttir frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 482. mál - atvinnuréttindi útlendinga Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar mætti Heiðrún Björk Gísladóttir frá Samtökum atvinnulífsins. Fór hún yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) 450. mál - rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur Kl. 10:20
Nefndin ræddi málið.

8) 530. mál - breyting á ýmsum lögum í þágu barna Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar mættu Unnur Helga Óttarsdóttir og Árni Múli Jónasson frá Landssamtökunum Þroskahjálp og Valgerður Rún Benediktsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

9) Önnur mál Kl. 10:50
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:53