36. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 27. febrúar 2023 kl. 09:33


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:33
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:33
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:33
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:33
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:33
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:33
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:33
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:33

Líneik Anna Sævarsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir vék af fundi kl. 10:00
Oddný Harðardóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Óli Björn Kárason var fjarverandi.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Ásmundur Friðriksson stýrði fundi.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:33
Dagskrárlið frestað.

2) 533. mál - almannatryggingar og félagsleg aðstoð Kl. 09:33
Tillaga um að afgreiða framhaldsnefndarálit frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að framhaldsnefndaráliti meiri hluta standa Líneik Anna Sævarsdóttir, Jódís Skúladóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir og Ásmundur Friðriksson.

3) 823. mál - aukið aðgengi að hjálpartækjum fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið.

4) 529. mál - sóttvarnalög Kl. 10:08
Á fund nefndarinnar komu Sandra B. Franks og Ágúst Ólafur Ágústsson frá Sjúkraliðafélagi Íslands og Unnur Helga Óttarsdóttir og Anna Lára Steindal frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 72. mál - almannatryggingar Kl. 09:45
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

6) 75. mál - búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum Kl. 09:46
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

7) 679. mál - sjúkratryggingar Kl. 09:46
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Oddný G. Harðardóttir verði framsögumaður málsins.

8) 25. mál - innleiðing lýðheilsumats í íslenska löggjöf Kl. 09:47
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður málsins.

9) Önnur mál Kl. 10:47
Nefndin ræddi starfið fram undan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:57