59. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 12. maí 2023 kl. 09:10


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:10
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:10
Vilborg Kristín Oddsdóttir (VKO) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:10

Ásmundur Friðriksson og Guðmundur Ingi Kristinsson boðuðu forföll.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 987. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Kára Árnason og Ester Petru Gunnarsdóttur frá heilbrigðisráðuneyti, Steinunni Bergmann og Sveindísi Önnu Jóhannsdóttur frá Félagsráðgjafafélagi Íslands, Steinunni Þórðardóttur og Dögg Pálsdóttur frá Læknafélagi Íslands, Söndru B. Franks og Ágúst Ólaf Ágústsson frá Sjúkraliðafélagi Íslands og Friðrik Jónsson og Ingvar Sverrisson frá Bandalagi háskólamanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Hrannar Má Gunnarsson frá BSRB sem tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

3) 856. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 11:20
Tillaga formanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum. Að nefndaráliti standa Líneik Anna Sævarsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Halldóra Mogensen, Jódís Skúladóttir, Vilborg Kristín Oddsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir og Óli Björn Kárason.
Ásmundur Friðriksson og Guðmundur Ingi Kristinsson rita undir álitið samkvæmt heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

4) Aðgengi fatlaðs fólks að rafrænum skilríkjum Kl. 11:23
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti um rafræn skilríki fyrir fatlað fólk.
Þá samþykkti nefndin með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti um aðgengi fatlaðs fólks að rafrænni heilbrigðisþjónustu.

5) Önnur mál Kl. 11:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25