12. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 5. nóvember 2015 kl. 13:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 13:18
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 13:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 13:14
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 13:06
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 13:04

Ásmundur Friðriksson, Elsa Lára Arnardóttir og Hörður Ríkharðsson boðuðu forföll. Unnur Brá Konráðsdóttir var fjarverandi vegna veikinda. Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir boðuðu seinkun. Páll Valur Björnsson vék af fundi kl. 15:14. Steingrímur J. Sigfússon vék af fundi kl. 15:21.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Samþykkt fundargerðar var frestað.

2) 4. mál - byggingarsjóður Landspítala Kl. 13:07
Á fund nefndarinnar komu María Heimisdóttir frá Landspítala, Reynir Arngrímsson, Ólafur Samúelsson og Örn Þ. Þorðvarðarson frá læknaráði Landspítala og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins.

3) 35. mál - sjóðir og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra Kl. 13:45
Á fund nefndarinnar komu Elísabet Valgeirsdóttir og Haukur Ingibergsson frá Landssambandi eldri borgara, Lárus Ögmundsson frá Ríkisendurskoðun og Sveinn Arason ríkisendurskoðandi og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir og Pétur Magnússon frá Öldrunarráði Íslands.

4) 228. mál - sjúkratryggingar og lyfjalög Kl. 15:03
Ákveðið var að Ragnheiður Ríkharðsdóttir yrði framsögumaður málsins.

Á fund nefndarinnar komu Steinunn Margrét Lárusdóttir og Þórunn Oddný Steinsdóttir frá velferðarráðuneyti.

5) Önnur mál Kl. 15:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:50