19. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 30. nóvember 2015 kl. 09:34


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:34
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:37
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 09:34
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:34
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:55
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Steingrím J. Sigfússon (SJS), kl. 09:35
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:45

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon boðuðu forföll vegna fundar Norðurlandaráðs. Silja Dögg Gunnarsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Samstarfsverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð. Kl. 09:36
Á fund nefndarinnar komu Áslaug Friðriksdóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gyða Hjartardóttir, Inga Björk Bjarnadóttir og Þór G. Þórarinsson frá verkefnisstjórn um samstarfsverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð.

2) Fundargerð Kl. 10:53
Fundargerð 18. fundar var samþykkt.

3) Mál hjá velferðarnefnd Kl. 10:53
Liðnum var frestað.

4) Önnur mál Kl. 10:53
Ákveðið var að senda frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög, nr. 66/2003, með síðari breytingum (réttarstaða búseturéttarhafa, rekstur húsnæðissamvinnufélaga), til umsagnar með fresti til 10. desember. Ákvörðun framsögumanns var frestað.

Fundi slitið kl. 10:55