22. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. desember 2015 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:01
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:10
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:00

Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 10:35. Unnur Brá Konráðsdóttir vék af fundi kl. 10:58.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 21. fundar var samþykkt.

2) Kynning á úttekt á íslensku heilbrigðiskerfi með sérstakri áherslu á stöðu heilsugæslunnar. Kl. 09:01
Á fund nefndarinnar kom Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur.

3) Fjöldatakmarkanir á greiðsluþátttöku vegna lyfja. Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar komu fyrst Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, og Hafsteinn Dan Kristjánsson, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis, og næst Einar Magnússon og Guðlín Steinsdóttir frá velferðarráðuneyti, Gerður Gröndal og María Heimisdóttir frá Landspítala og Guðrún I. Gylfadóttir frá lyfjagreiðslunefnd.

4) Skrá um sykursýki og skimun fyrir sykursýki. Kl. 11:53
Liðnum var frestað.

5) Önnur mál Kl. 11:53
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:53