14. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 8. mars 2017 kl. 09:05


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) formaður, kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 1. varaformaður, kl. 09:05
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:17
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:16
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:05
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:05
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE), kl. 09:05
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:05

Jóna Sólveig Elínardóttir vék af fundi kl. 9:55. Steingrímur J. Sigfússon vék af fundi kl. 11:17. Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 11:22.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 13. fundar samþykkt.

2) Heildarendurskoðun laga nr. 25/1975 Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Sóley Bender, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði, og Þórunn Oddný Steinsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Kynntu þær málið fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Húsnæðisbætur Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar mættu Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, Lísa Margrét Sigurðardóttir, Rún Knútsdóttir og Sigrún Jana Finnbogadóttir frá velferðarráðuneytinu. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum ráðuneytisins um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mættu Berglind Magnúsdóttir, Jóna Guðný Eyjólfsdóttir og Jón Viðar Pálmarsson frá Reykjavíkurborg. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum borgarinnar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:27
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:27