50. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 5. september 2018 kl. 09:30


Mætt:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:30
Helga Vala Helgadóttir (HVH) fyrir Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:30
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur (AKÁ), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30

Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 10:05 og kom aftur kl. 11:00.

Nefndarritari:

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) Fólk með tvíþættan vanda sem kemst ekki í úrræði Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Þóra Björnsdóttir og Víðir Sigrúnarson frá Sjúkrahúsinu Vogi, Þór Gíslason frá Gistiskýlinu, Marín Þórsdóttir frá Konukoti og Svala Jóhannesdóttir frá Frú Ragnheiði. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mættu á fund nefndarinnar Maríanna Benediktsdóttir, Helga Sif Friðjónsdóttir og María Einisdóttir frá Landspítalanum, Óskar Reykdalsson og Þórunn Ólafsdóttir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Rannveig Þórisdóttir, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, Ásgeir Þór Ásgeirsson og Helgi Valberg frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Að lokum mætti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Elsu B. Harðardóttur og Ingibjörgu Sveinsdóttur frá velferðarráðuneytinu. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:47
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:47