65. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 4. júní 2019 kl. 13:20


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 13:20
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 13:20
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 13:20
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:20
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:20
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 13:20
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:20
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:20
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:50

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:20
Fundargerðir 59.-63. fundar voru samþykktar.

2) 954. mál - félagsleg aðstoð og almannatryggingar Kl. 13:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á fund sinn Ágúst Þór Sigurðsson og Hildi Sverrisdóttur Röed frá félagsmálaráðuneytinu.
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til 7. júní. Þá var ákveðið að Ásmundur Friðriksson verði framsögumaður málsins.

3) 711. mál - ávana- og fíkniefni Kl. 13:45
Tillaga um að afgreiða málið til annarrar umræðu var samþykkt af öllum nefndarmönnum.
Allir nefndarmenn standa að nefndaráliti með frávísunartillögu.

4) 24. mál - almannatryggingar Kl. 13:50
Tillaga um að afgreiða málið til 2. umræðu var borin upp en náði ekki fram að ganga.
Eftirfarandi bókun var lögð fram af Guðmundi Inga Kristinssyni:
„Meiri hluti nefndarinnar greiddi atkvæði gegn því að málið yrði afgreitt úr nefnd. Guðmundur Ingi Kristinsson mótmælti þessari afgreiðslu málsins þar sem það kemst þá ekki til 2. og 3. umræðu og hlýtur það því ekki fulla þinglega meðferð. Málið hefur hlotið ítarlega umfjöllun í velferðarnefnd á yfirstandandi þingi og þar áður á 148. löggjafarþingi. Gagnrýni meiri hluta á efnisatriði frumvarpsins hefur verið svarað og því er rétt að málið verði afgreitt til 2. og 3. umræðu.“

Eftirfarandi bókun var lögð fram af Ólafi Þór Gunnarssyni, Andrési Inga Jónssyni, Ásmundi Friðrikssyni, Höllu Signýju Kristjánsdóttur og Vilhjálmi Árnasyni:
„Meiri hluti nefndarinnar greiddi ekki atkvæði gegn því að taka málið út. Til þess kom ekki þar sem tilskilinn meirihluti með því að taka málið út var ekki fyrir hendi. Meiri hlutinn telur málið vanreifað, í andstöðu við marga hagsmunaaðila og ekki taka á þeim álitaefnum sem upp komu við umfjöllun í nefndinni.“

5) Önnur mál Kl. 14:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:00