31. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. apríl 2022 kl. 09:00


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:19
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 30. fundar samþykkt.

2) Dómur Hæstaréttar í máli nr. 52/2021 Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra, Ágúst Þór Sigurðsson, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, Sigrún Jónsdóttir og Þórir Ólafsson frá Tryggingastofnun ríkisins og Daníel Isebarn Ágústsson, Flóki Ásgeirsson, Sigríður Hanna Ingólfsdóttir og Þuríður Harpa Sigurðardóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands.
Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Kynning Rótarinnar á MARISSA-verkefni Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar mætti Kristín I. Pálsdóttir frá Rótinni. Kynnti hún málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 584. mál - barnaverndarlög Kl. 10:45
Á fund nefndarinnar mættu Anna Tryggvadóttir frá mennta- og barnamálaráðuneytinu og Guðjón Bragason, María Kristjánsdóttir og Valgerður Rún Benediktsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

5) 433. mál - heilbrigðisþjónusta Kl. 11:20
Nefndin ræddi málið.

6) 590. mál - aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum Kl. 11:22
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var 11. apríl 2022, skv. heimild í 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. bókun á 10. fundi nefndarinnar.

7) Önnur mál Kl. 11:22
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:22