13. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 20. nóvember 2023 kl. 09:00


Mætt:

Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Magnús Árni Skjöld Magnússon (MagnM), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað og vék af fundi kl. 9:50.

Nefndarritari: Áslaug Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Afgreiðslu frestað.

2) Jarðhræringar í Grindavík og nágrenni Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Inga Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og Bjarnheiði Gautadóttur og Jón Þór Þorvaldsson og Vigni Örn Hafþórsson frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.

3) 102. mál - ávana- og fíkniefni Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á fund sinn Hafrúnu Elísu Sigurðardóttur frá Rauða krossinum og Steinunni Bergmann frá Félagsráðgjafafélagi Íslands og Svölu Jóhannesdóttur frá Matthildi - samtökum um skaðaminnkun.

4) Önnur mál Kl. 10:50
Starfið framundan rætt.

Fundi slitið kl. 11:00