29. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 18. janúar 2024 kl. 13:00


Mætt:

Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 13:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 13:00
Dagbjört Hákonardóttir (DagH) fyrir (JPJ), kl. 13:00
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 13:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 13:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:00
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 13:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:00

Guðbrandur Einarsson vék af fundi kl. 15.
Óli Björn Kárason vék af fundi kl. 15:15.

Nefndarritari: Áslaug Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerðir nr. 16, 19, 20, 21, 22, 23, 24, 24, 25 og 26 samþykktar.

2) 509. mál - húsnæðisstefna fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028 Kl. 13:05
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson frá Þroskahjálp og Stefán Vilbergsson og Kjartan Þór Ingason frá ÖBÍ réttindasamtökum mættu á fund nefndarinnar og fjölluðu um málið.

Þá mætti Jóhanna Klara Stefánsdóttir frá Samtökum iðnaðarins og fjallaði um málið.

3) Staðan í Grindavík Kl. 14:00
Nefndin fjallaði um málefni Grindavíkur og fékk á fund sinn Ingibjörgu Lilju Ómarsdóttur frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Aðalheiði Jónsdóttur frá teymisstjórn neyðarvarna hjá Rauða Krossinum. Þá mættu á fund nefndarinnar Nökkvi Már Jónsson og Thelma B Guðbjörnsdóttir frá Grindavíkurbæ og Inga Guðlaug Helgadóttir frá HSS.

4) 497. mál - barnaverndarlög og félagsþjónusta sveitarfélaga Kl. 13:00
Frestað.

5) Önnur mál Kl. 15:10
Starfið framundan rætt.

6) Staða heimilislækna Kl. 15:30
Með vísan til 26. gr. laga um þingsköp ákvað nefndin að fjalla um stöðu heimilislækna hér á landi. Þá var ákveðið að óska eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu um málið á grundvelli 51. gr. laga um þingsköp.

Fundi slitið kl. 16:00