34. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 31. janúar 2024 kl. 09:00


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Magnús Árni Skjöld Magnússon (MagnM), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00

Nefndarritari: Áslaug Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir nr. 31 og 32 samþykktar.

2) 609. mál - tímabundinn stuðningur til greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á fund sinn Jón Þór Þorvaldsson og Vigni Örn Hafþórsson frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Þeir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 497. mál - barnaverndarlög og félagsþjónusta sveitarfélaga Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið.
Tillaga formanns að afgreiða málið frá nefnd samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Að nefndaráliti meiri hluta standa Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Óli Björn Kárason og Bryndís Haraldsdóttir. Ásmundur Friðriksson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið skv. heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

4) Málefni Grindavíkur Kl. 10:00
Á fundinn tengdust í gegnum fjarfundabúnað Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Árni Gísli Árnason, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, og Gunnar Axelsson, bæjarstjóri sveitarfél. Voga. Nefndin fjallaði um málið og gestir svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 629. mál - barnaverndarlög Kl. 10:38
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 17. mál - rannsókn á orsakaferli í kjölfar sjálfsvígs Kl. 10:39
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 10:40
Starfið framundan rætt. Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40