18. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. desember 2011 kl. 09:03


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 09:03
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:03
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:07
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:13
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:03
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:03
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:07
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:03

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:03
Formaður dreifði drögum að fundargerð 17. fundar og tók til umræðu. Fundargerðin var samþykkt.

2) 359. mál - sjúkratryggingar Kl. 09:04
Nefndin tók til umfjöllunar 359. mál um sjúkratryggingar og fékk á sinn fund Guðríði Þorsteinsdóttur, Steinunni Margréti Lárusdóttur og Önnu Sigrúnu Baldursdóttur frá velferðarráðuneyti auk Steingríms Ara Arasonar frá Sjúkratryggingum Íslands. Fóru gestir yfir efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 256. mál - sjúkratryggingar og lyfjalög Kl. 09:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 256. mál um sjúkratryggingar og lyfjalög og fékk á sinn fund Steinunni Margréti Lárusdóttur frá velferðarráðuneyti og Rúnu Hauksdóttur frá lyfjagreiðslunefnd. Sátu þær fundinn frá 09:40-11:20 með öðrum gestum vegna málsins. Fyrst komu á fund nefndarinnar Guðríður Óafsdóttir og Hjördís Anna Haraldsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands og Jóna Valgerður Kristjánsdóttirr frá Landssambandi eldri borgara. Fóru þær yfir athugasemdir sínar og sjónarmið varðandi frumvarpið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna. Þá komu á fund nefndarinnar Ragnheiður Haraldsdóttir, Gunnjóna Una Guðmundsdóttir og Jónas Ragnarsson frá Krabbameinsfélagi Ísland og Sveinn Guðmundsson frá Hjartaheillum. Fóru þau yfir sjónarmið sín um frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Næst á fund nefndarinnar komu Emil Thoroddsen frá Gigtarfélagi Íslands, Sigríður Jóhannsdóttir frá Samtökum sykursjúkra og Ragna K. Marínósdóttir frá Umhyggu. Þau gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál. Kl. 11:22
Fleira var ekki rætt.
KLM og BirgJ voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:25