6. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 8. október 2012 kl. 10:07


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:07
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 10:07
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 10:30
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 10:07
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:07
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:07
Kristján L. Möller (KLM), kl. 10:19
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:07
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 10:30

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 10:07
Formaður lagði fram drög að fundargerð síðasta fundar sem var samþykkt.

2) Ferð velferðarnefndar um Suðurland og Vestmannaeyjar. Kl. 10:08
Nefndin fjallaði um fyrirhugaða ferð um Suðurland og til Vestmannaeyja.

3) 65. mál - barnaverndarlög Kl. 10:35
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 65. mál og fékk á sinn fund Margréti Maríu Sigurðardóttur, umboðsmann barna, og Báru Sigurjónsdóttur frá embætti umboðsmanns barna. Gerðu þær grein fyrir afstöðu sinni til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þegar þær véku af fundi komu á fundinn Bragi Guðbrandsson og Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu, Gyða Hjartardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Halldóra Gunnarsdóttir og Stella Víðisdóttir frá Reykjavíkurborg. Gerðu gestirnir grein fyrir sínum sjónarmiðum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 64. mál - málefni innflytjenda Kl. 11:43
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 64. mál og fékk á sinn fund Elsa Arnardóttur frá Fjölmenningarsetri. Gerði hún grein fyrir sínum sjónarmiðum og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál. Kl. 10:22
Formaður vakti máls á óskum um fund um málefni fullorðinna sem þurfa á metílfenidatlyfjum að ræða. Lagði formaður til að málið yrði skoðað.

EKG og GStein véku af fundi kl. 11:41.
ÁÞS var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 12:00