7. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. október 2018 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Andrés Ingi Jónsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 5. og 6. fundar voru samþykktar.

2) Utanspítalaþjónusta Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Dagný Brynjólfsdóttir og Elsa B. Friðfinnsdóttir frá velferðarráðuneytinu, Björn Steinar Pálmason og Herdís Gunnarsdóttir frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Jón Viðar Matthíasson og Birgir Finnsson frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, Bjarni Guðmundsson frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, Birkir Árnason, Njáll Pálsson og Hermann Sigurðsson frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Jón Svanberg Hjartarson frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 185. mál - heilbrigðisþjónusta o.fl. Kl. 10:55
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Ólafur Þór Gunnarsson verði framsögumaður málsins.

4) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00