9. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 1. nóvember 2018 kl. 13:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 13:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 13:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:08
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 13:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:09
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur (AKÁ), kl. 13:00

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi vegna Norðurlandaráðsþings. Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 15:15.

Nefndarritarar:
Elín Valdís Þorsteinsdóttir
Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 8. fundar samþykkt.

2) 54. mál - almannatryggingar Kl. 13:00
Á fund nefndarinnar mættu Ellert B. Schram frá Félagi eldri borgara, Ásta Þórdís Skjalddal og Bára Halldórsdóttir frá Pepp Ísland, Þuríður Harpa Sigurðardóttir og Sigríður H. Ingólfsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands og Friðrik Sigurðsson og Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Þroskahjálp. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 12. mál - almannatryggingar Kl. 14:10
Á fund nefndarinnar mættu Anna Ýr Böðvarsdóttir og Vilborg Davíðsdóttir frá Ljónshjarta, Stella Hallsdóttir frá Umboðsmanni barna, Agla K. Smith og Gísli Oddson frá Tryggingastofnun ríkisins og Vigdís Häsler frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Viðræður ríkis og sveitarfélaga vegna hjúkrunar-, dvalar- og dagdvalarrýma Kl. 15:20
Á fund nefndarinnar mættu Eybjörg H. Hauksdóttir og Pétur Magnússon frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Fólk með tvígreindan vanda Kl. 16:00
Á fund nefndarinnar mætti Salbjörg Bjarnadóttir frá Velferðarvaktinni. Fór hún yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) 24. mál - almannatryggingar Kl. 16:20
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

7) 181. mál - 40 stunda vinnuvika Kl. 16:22
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins.

8) 266. mál - lyfjalög og landlæknir og lýðheilsa Kl. 16:25
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Andrés Ingi Jónsson verði framsögumaður málsins.

9) Önnur mál Kl. 16:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:30