Varðveisla fjarskiptaupplýsinga 2006/24/EB

(1203107)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
05.05.2014 48. fundur utanríkismálanefndar Varðveisla fjarskiptaupplýsinga 2006/24/EB
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um tilskipun 2006/24/EB um varðveislu fjarskiptaupplýsinga (gagnageymd).

Til grundvallar umfjöllunar nefndarinnar lá forúrskurður Evrópudómstólsins í sameinuðum málum C‑293/12 and C‑594/12, frá 8. apríl 2014, er varðar lögmæti tilskipunar 2006/24 um geymslu fjarskiptaupplýsinga (gagnageymd).
06.12.2013 14. fundur utanríkismálanefndar Varðveisla fjarskiptaupplýsinga 2006/24/EB
Á fund nefndarinnar komu Þórður Sveinsson og Hörður Helgi Helgason frá Persónuvernd. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum til fyrirhugaðrar upptöku tilskipunar 2006/24/EB um varðveislu fjarskiptaupplýsinga / gagnageymd í EES-samninginn og svörðu spurningum nefndarmanna.
26.11.2013 12. fundur utanríkismálanefndar Varðveisla fjarskiptaupplýsinga 2006/24/EB
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað.
08.10.2013 1. fundur utanríkismálanefndar Varðveisla fjarskiptaupplýsinga 2006/24/EB - Ísland/Noregur
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um upptöku tilskipunar 2006/24 um gagnageymd (geymslu fjarskiptaupplýsinga) í EES-samninginn.

Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti og Sigurbergur Björnsson frá innanríkisráðuneyti. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Til grundvallar umfjöllunar málsins voru eftirtalin gögn:

a) Bréf utanríkismálanefndar til utanríkisráðherra dags. 20. febrúar 2012. Bréfi nefndarinnar fylgdi minnisblað um umfjöllun nefndarinnar ásamt fylgiskjölum (17 bls.).
b) Bréf ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins til formanns utanríkismálanefndar, dags. 12. september 2013.