Skýrsla um rekstur og fjárhagsstöðu Ábyrgðasjóðs launa

(1206082)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
05.03.2014 36. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla um rekstur og fjárhagsstöðu Ábyrgðasjóðs launa
Á fund nefndarinnar komu Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir og Bjarnheiður Gautadóttir frá velferðarráðuneyti og Kristín Kalmansdóttir og Hilmars Þórisson frá Ríkisendurskoðun. Kynntu fulltrúar Ríkisendurskoðunar yfir efni skýrslunnar og ábendingar sínar. Fulltrúar velferðarráðuneytisins fóru yfir bréf ráðuneytisins sem sent var að beiðni nefndarinnar. Þá svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.
04.03.2014 35. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla um rekstur og fjárhagsstöðu Ábyrgðasjóðs launa
Kristín Kalmansdóttir, Hilmar Þórisson og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun svöruðu spurningum nefndarmanna um skýrslu stofnunarinnar um rekstur og fjárhagsstöðu Ábyrgðasjóðs launa og komu á framfæri viðbrögðum stofnunarinnar við bréfi velferðarráðuneytisins um málið.
27.02.2014 34. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla um rekstur og fjárhagsstöðu Ábyrgðasjóðs launa
Formaður fór yfir svarbréf velferðarráðuneytis vegna skýrslunnar. Samþykkt að óska eftir afstöðu Ríkisendurskoðunar til efnis bréfsins.