Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri

(1210323)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
21.01.2014 20. fundur utanríkismálanefndar Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri
Formaður lét dreifa drögum að bréfi til utanríkisráðuneytisins, með áliti/afstöðu nefndarinnar sbr. 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála, um innleiðingu tilskipunar 2011/24/ESB er varðar rétt sjúklinga til að leita sér heilbrigðisþjónustu yfir landamæri.

Tilskipunin hafði fengið efnislega umfjöllun í velferðarnefnd og setti nefndin fram sjónarmið sín í áliti, dags. 25. nóvember 2013, sem fylgdi drögum að bréfi utanríkismálanefndar til utanríkisráðuneytisins. Í kjölfar álits velferðarnefndar hafði utanríkismálanefnd tekið kostnaðarþátt málsins til nánari athugunar.

Framangreind drög voru samþykkt.
16.01.2014 19. fundur utanríkismálanefndar Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti, Dagný Brynjólfsdóttir og Laufey Helga Guðmundsdóttir frá velferðarráðuneyti, Ragnar M. Gunnarsson frá Sjúkratryggingum Íslands, Laura Scheving Thorsteinsson frá Embætti landlæknis og Helga Harðardóttir frá Landspítala - Háskólasjúkrahúsi. Gerðu gestirnir grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.
26.11.2013 12. fundur utanríkismálanefndar Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.
25.11.2013 13. fundur velferðarnefndar Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri
Formaður lagði til að álit nefndarinnar til utanríkismálanefndar yrði afgreitt sem var samþykkt af öllum viðstöddum og stendur nefndin öll að álitinu.
21.11.2013 12. fundur velferðarnefndar Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri
Dagskrárliðnum var frestað.
18.11.2013 10. fundur velferðarnefndar Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri
Nefndin fjallaði um drög að áliti nefndarinnar um málið.
15.11.2013 9. fundur velferðarnefndar Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri
Dagskrárliðnum var frestað.
15.11.2013 8. fundur utanríkismálanefndar Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.
13.11.2013 8. fundur velferðarnefndar Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri
Nefndin fjallaði um málið.
30.10.2013 4. fundur velferðarnefndar Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri
Nefndin fjallaði um tilskipun 2011/24/ESB um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri og fékk á sinn fund Steinunni M. Lárusdóttur og Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur frá velferðarráðuneyti sem kynntu efni tilskipunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.