Heimsóknir.

(1308050)
Atvinnuveganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
05.09.2013 20. fundur atvinnuveganefndar Heimsóknir.
Atvinnuveganefnd fór í ferð um Suðurland 5. - 6. september 2013.
Lagt var af stað fimmtudaginn 5. September frá Alþingishúsi kl. 9. Bjarni Jónsson o.fl. fulltrúar frá Sambandi garðyrkjubænda voru með nefndinni í rútunni.
Kl. 9:15. var komið í Gróðrastöðina Mörk í Reykjavík. Þar tóku Guðmundur Vernharðsson og Sigríður Helga Sigurðardóttir á móti nefndinni og kynntu starfsemina.
Kl. 10 var ekið í Lambhaga og kynnti Hafberg Þórisson starfsemina fyrir nefndarmönnum.
Þá var ekið í Þykkvabæ og var Þykkvabæjarverksmiðja heimsótt en þar tóku á móti nefndinni þeir Friðrik Guðmundsson og Sigurbjartur Pálsson. Nefndin snæddi hádegisverð þar og kynnti sér starfsemina.
Kl. 13:30 var ekið að Akri í Laugarási. Karólína Gunnarsdóttir og Þórður G. Halldórsson kynntu lífræna ræktun.
Því næst var ekið upp á Reykholtið og útsýnis notið.
Kl. 16 tóku Helgi Jakobsson og Hildur Ósk Sigurðardóttir í Gufuhlíð á móti nefndinni og kynntu gúrkuframleiðslu sína.
Þar á eftir fór nefndin að Espiflöt þar sem Axel Sæland og Heiða Pálrún Leifsdóttir kynntu blómaræktun.
Kl. 17 lá leiðin á Friðheima og kynntu Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann tómataræktun o.fl. fyrir nefndarmönnum.
Því næst kynnti nefndin sér hindberjaræktun Hólmfríðar Geirsdóttur á Garðyrkjustöðinni Kvistum.
Að lokum var keyrt á Flúðir og gist á Hótel Flúðum. Því næst var keyrt að Hótel Flúðum en Samband garðyrkjubænda bauð nefndarmönnum þar til kvöldverðar.

Kl. 9 fimmtudaginn 6. september var lagt af stað frá Hótel Flúðum ásamt Helga Bjarnasyni og Björgvin Sigurðssyni starfsmönnum Landsvirkjunar.
Ekið var upp Skeiða- og Gnúpverjahrepp og norður Sprengisandsveg. Ekið var um Kjalöldur og að fyrirhuguðu veitulóni í Þjórsárfarvegi.
Lónsstæði og nærliggjandi svæði skoðuð. Þá var ekið að norðurhluta veitulóns gegnt Eyvafeni.
Á leiðinni til baka voru vindmyllur lauslega skoðaðar og svo ekið að Búrfellsstöð og stækkun hennar kynnt.
Því næst voru fyrirhugaðar Hvamms- og Holtavirkjanir kynntar og svo ekið að virkjunarstæði Urriðafossvirkjunar, fossinn skoðaður og helstu mannvirki kynnt.
Heimkoma til Reykjavíkur var um kl. 18.30.
02.09.2013 19. fundur atvinnuveganefndar Heimsóknir.
Nefndin fór í dagsferð um Suðvesturland.
Kl. 9. Kynning á starfsemi Ísfugls (Reykjabúsins) við Reykjaveg í Mosfellsbæ. Jón Magnús Jónsson og Kristín Sverrisdóttir tóku á móti nefndinni.
Kl. 11. Kynning á starfsemi svínabúsins að Vallá (Stjörnugrís). Geir Gunnar Geirsson tók á móti nefndinni.
Kl. 13.00. Hádegisverður á Kaffi Kjós. Þar fundaði nefndin með Sigurði Loftssyni formanni Landssambands kúabænda og Eiríki Blöndal framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands.
Kl. 14.00. Farið að Hálsi í Kjós. Þórarinn Jónsson kynnti framleiðslu sína á nautakjöti. Með honum var Sigurður Örn Hilmarsson frá Sogni.
Kl. 15. Farið að Neðri-Hálsi til að fræðast um framleiðslu á lífrænni mjólk. Kristjánn Oddsson kynnti búskapinn.
Kl. 16. Ekið til Akraness og farið í heimsókn í Þorgeir og Ellert hf (skipasmíðastöð) og Skagann sem framleiðir útbúnað til vinnslu matvæla. Ingólfur Árnason tók á móti nefndinni.
Kl. 18. Ekið í Hvalfjörð og fræðst um starfsemi Hvals hf. Kristján Loftsson tók á móti nefndinni.
Lagt var af stað til baka um kl. 21.