Ábending umboðsmanns Alþingis um tilmæli stjórnvalda.

(1309007)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
15.10.2013 5. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Ábending umboðsmanns Alþingis um tilmæli stjórnvalda.
Á fundinn komu Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og Hafsteinn Dan Kristjánsson frá umboðsmanni Alþingis. Umboðsmaður fór yfir bréf sem hann sendi Alþingi til að vekja athygli á umfjöllun í tveimur álitum og lúta að notkun á hugtakinu ,,tilmæli“ af hálfu stjórnvalda og ábendingu til Alþingis um að með hliðsjón af réttaröryggissjónarmiðum verði þess gætt að hugtakið sé í lögum aðeins notað yfir óskuldbindandi tilmæli stjórnvalda til borgaranna. Þá svaraði hann spurningum nefndarmanna ásamt Hafsteini Dan.