Starfsemi og áætlun bankasýslunnar

(1310015)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
04.10.2013 3. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Starfsemi og áætlun bankasýslunnar
Nefndin fundaði sameiginlega með fjárlaganefnd. FSigurj stýrði fundinum.
Á fund nefndarinnar komu Jón Gunnar Jónsson, Guðrún Ragnarsdóttir og Hulda Dóra Styrmisdóttir frá Bankasýslu ríksins. Gestirnir kynntu nefndunum starfsemi og horfur í starfsemi Bankasýslunnar. Að því loknu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna beggja nefnda.
04.10.2013 1. fundur fjárlaganefndar Starfsemi og áætlun bankasýslunnar
Bankasýsla ríkisins: Jón Gunnar Jónsson, Guðrún Ragnarsdóttir og Hulda Dóra Styrmisdóttir. Farið var yfir starfsemi og áætlun Bankasýslu ríkisins. Lögð var fram kynning á á starfsemi stofnunarinnar, samanburði hennar við systurstofnanir í Bretlandi og Hollandi, horfur á endurheimtum á fjárframlögum ríkisins til fjármálafyrirtækja og aðstæður á fjármálamörkuðum.
Þessi hluti fundarins var sameiginlegur með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og tók Frosti Sigurjónsson við fundarstjórn á meðan á honum stóð.