Önnur mál.

(1312011)
Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
03.07.2015 3. fundur Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins Önnur mál.
Fleiri mál voru ekki á dagskrá
16.03.2015 Fundur Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins Önnur mál.
22.01.2015 1. fundur Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins Önnur mál.
Engin önnur mál voru rædd
21.08.2014 3. fundur Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins Önnur mál.
Fleiri mál voru ekki á dagskrá
16.12.2013 2. fundur Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins Önnur mál.
Að beiðni utanríkisráðuneytis Íslands komu til fundar við Íslandsdeild fjórir starfsmenn ráðuneytisins sem hafa með vestnorræn mál að gera. Þau voru Hermann Ingólfsson, sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs, Hörður H. Bjarnason sendiherra, sem sér um Norðurlandamál, Atli Már Sigurrðsson, sérfræðingur um málefni norðurslóða, og Hanne Fisker, stjórnarráðsfulltrúi hjá Norðurlandaráðsskrifstofu ráðuneytisins. Tilefnið var að kynna fyrir þingmönnum þau mál sem ráðuneytið sinnir og lúta að vestnorrænum hagsmunum og skapa forsendur fyrir nánara samráð og samstarf.

Í upphafsorðum Hermanns Ingólfssonar kom fram að utanríkisráðherra hafi farið fram á það við starfsmenn ráðuneytisins að kynna betur störf sín út á við og styrkja tengsl, m.a. við Alþingi, ekki síst Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins enda vestnorrænt samstarf að verða sífellt mikilvægara. Hann fjallaði um mikilvægi Hoyvíkursamningsins fyrir samstarf Íslands og Færeyja og upplýsti jafnframt um undirritun samstarfsyfirlýsingar milli Íslands og Grænlands í nóvember með það fyrir augum að styrkja samstarf ríkjanna, ekki síst á sviði viðskipta. Grænlensk stjórnvöld hafa verið treg til að ganga inn í Hoyvíkursamninginn fyrir margra hluta sakir og stendur til í byrjun næsta árs að halda fyrsta fund um viðskiptamál milli Íslands og Grænlands á grundvelli samstarfsyfirlýsingarinnar. Í framhaldinu verða önnur tækifæri til samstarfs eins og á sviði auðlindanýtingar og orkumála kortlögð.

Í máli Hanne Fisker kom fram að samstarfsráðherrar vestnorrænu landanna ættu með sér gott samstarf þrátt fyrir að enginn formlegur vettvangur væri fyrir hendi sbr. Vestnorræna ráðið. Það sama gildir um Norðurlandaskrifstofur Vestur-Norðurlandanna. Samstarf ráðherranna og þingmanna Vestnorræna ráðsins hefur hins vegar verið formfest á grundvelli samstarfsyfirlýsingar frá árinu 2002 þar sem ráðherrar vestnorrænu landanna hitta forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins í tengslum við þing Norðurlandaráðs ár hvert. Auk þess er tekin saman skýrsla fyrir ársfund Vestnorræna ráðsins ár hvert um framfylgni við ályktanir ráðsins en Norðurlandaskrifstofur landanna sjá um skýrslugerðina til skiptis - hver skrifstofa þriðja hvert ár. Hanne Fisker lauk máli sínu á því að nefna áherslu í formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2014 en þar hafa vestnorrænu löndin mikið vægi.

Atli Már Sigurðsson fjallaði að lokum stuttlega um sameiginlega stefnumótun og tillögur á sviði norðurslóðamála með vísan í björgunarmál, forvarnir og varnir á sviði mengunarmála einkum í hafi vegna siglinga og samvinnu við Færeyjar og Grænland í því sambandi.

Eftir að fulltrúar ráðuneytisins luku máli sínu var orðið gefið laust. Það sem var m.a. rætt stuttlega var að hversu miklu leyti Hoyvíkursamningurinn nær til landbúnaðar og sjávarútvegs; Keflavík sem hugsanlega miðstöð björgunarmála á norðurslóðum og í því sambandi nauðsyn þess að gera þarfagreiningu og kortleggja hvað er til staðar og hvað vantar þegar kemur að aðstöðu og búnaði, sem og þau tækifæri sem eru til staðar.