Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 13. desember 2013.

(1312021)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
06.12.2013 14. fundur utanríkismálanefndar Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 13. desember 2013.
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðneyti og Ólafur Egill Jónsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gerðu þau grein fyrir fyrirhugaðri ákvörðun nr. 227/2013 á dagskrá fundar sameiginlegu EES-nefndarinnar 13. desember 2013.

Nefndin ákvað að beina þeirri ósk til utanríkisráðuneytisins að ráðuneytið beitti sér fyrir því að tilvonandi ákvörðun nr. 227/2013 um upptöku: a) framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnar (ESB) nr. 665/2013 frá 3. maí 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/30/ESB að því er varðar orkumerkingar ryksugna; b) reglugerðar framkvæmdastjórnar (ESB) nr. 617/2013 frá 26. júní 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB að því er varðar kröfur varðandi visthönnun tölva og netþjóna; og c) reglugerðar framkvæmdastjórnar (ESB) nr. 666/2013 frá 8. júlí 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB að því er varðar kröfur varðandi visthönnun ryksugna, í EES-samninginn, yrði tekin af dagskrá fyrirhugaðs fundar sameiginlegu EES-nefndarinnar þann 13. desember 2013 á meðan utanríkismálanefnd Alþingis fjallaði nánar um málið.
05.12.2013 13. fundur utanríkismálanefndar Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 13. desember 2013.
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðneyti, Gunnar Örn Indriðason og Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti, Halldór Runólfsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Kjartan Ingvarsson og Sigurbjörg Sæmundsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Gerðu gestirnir grein fyrir málum á dagskrá fundar sameiginlegu EES-nefndarinnar 13. desember 2013 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákvað nefndin að taka á næsta fundi sínum til frekari umfjöllunar fyrirhugaða ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 227/2013.