Norðurlandaráðsþing 2014

(1402092)
Íslandsdeild Norðurlandaráðs

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
21.10.2014 2. fundur Íslandsdeildar Norður­landa­ráðs Norðurlandaráðsþing 2014
Gestir fundarins voru Eygló Harðardóttir, ráðherra norrænna samstarfsmála, Elín Flygenring, skrifstofustjóri Norðurlandaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Ragnheiður Harðardóttir, sérfræðingur hjá Norðurlandaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Siv Friðleifsdóttir, formaður Stjórnsýsluhindranaráðs Norrænu ráðherranefndarinnar.

Eygló Harðardóttir, Ragnheiður Harðardóttir og Siv Friðleifsdóttir kynntu stöðu vinnu hjá Norrænu ráðherranefndinni varðandi norræn fjárlög, endurbætur og afnám stjórnsýsluhindrana.

Höskuldur Þórhallsson kynnti vinnu varðandi endurbætur í Norðurlandaráði og stöðu vinnu við formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði 2015.

Farið var yfir dagskrá Norðurlandaráðsþings. Ákveðið var að hitta íslensk ungmenni 28. október kl. 08:30-09:00.