Fyrirkomulag á umfjöllun um frumkvæðisathugun umboðsmanns Alþingis.

(1501078)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
23.01.2015 28. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Fyrirkomulag á umfjöllun um frumkvæðisathugun umboðsmanns Alþingis.
Formaður kynnti að álit umboðsmanns Alþingis hefði borist nefndinni og var því dreift meðal fundarmanna.

Samþykkt að formaður óskaði formlega eftir því við umboðsmann að hann kynnti álitið fyrir nefndinni á opnum fundi sbr. 3. mgr. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis.

Formaður kynnti drög að bréfi til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, þar sem henni er boðið að koma á fund nefndarinnar til að gera grein fyrir sinni sýn á málið og svara spurningum nefndarmanna um framgöngu sína og óskað skriflegs svars. Samþykkt að senda henni bréfið.