Staða mála í nefndinni

(1503002)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
03.03.2015 36. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Staða mála í nefndinni
Formaður fór yfir þau mál sem eru til umfjöllunar í nefndinni og nefndin ræddi þau og næstu fundi.

Samþykkt að senda 57. mál, frumvarp til laga um kosningar til Alþingis (persónukjör þvert á flokka) til umsagnar.
Samþykkt að Valgerður Bjarnadóttir verði framsögumaður málsins.

Samþykkt að Birgitta Jónsdóttir verði framsögur 396. máls, frumvarp til laga um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra.

Kl. 9:30 kom Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður á fundinn og óskaði eftir að nefndin fengi fulltrúa Fjársýslunnar á sinn fund vegna Orra málsins svokallaða.

Erindi Svifflugfélags Íslands. Tillaga formanns um að óska eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneyti og umboðsmanni Alþingis um stöðu málsins var samþykkt.