Meðferð trúnaðargagna í stjórnsýslunni "lekamálið" og embættisskyldur innanríkisráðherra.

(1504051)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
30.04.2015 49. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Meðferð trúnaðargagna í stjórnsýslunni "lekamálið" og embættisskyldur innanríkisráðherra.
Formaður lagði til að málið yrði afgreitt frá nefndinni, sem var samþykkt.

Formaður lagði til að nefndin afgreiddi áður fram lagða skýrslu nefndarinnar um málið.

Vigdís Hauksdóttir gerði grein fyrir skýrslu meiri hluta, að henni standa auk Vigdísar Hauksdóttur, Karl Garðarsson, Haraldur Einarsson, Brynjar Níelsson og Sigríður Á. Andersen.

Minni hluti stendur að framlagðri skýrslu, þ.e. Ögmundur Jónasson, Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hjörvar, Valgerður Bjarnadóttir og Brynhildur Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi.
14.04.2015 45. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Meðferð trúnaðargagna í stjórnsýslunni ("lekamálið") og embættisskyldur innanríkisráðherra.
Formaður kynnti drög að skýrslu um meðferð trúnaðargagna í stjórnssýslunni og embættisskyldur innanríkisráðherra og nefndin ræddi málið.