Viðskipti Íslands og Rússlands.

(1508002)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
21.02.2017 5. fundur utanríkismálanefndar Viðskipti Íslands og Rússlands.
Á fund nefndarinnar kom Unnur Orradóttir Ramette (utanríkisráðuneyti) og kynnti stöðu á viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi og svaraði spurningum nefndarmanna.
24.08.2015 58. fundur utanríkismálanefndar Viðskipti Íslands og Rússlands.
Á fundinn komu Ingibjörg Davíðsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir frá forsætisráðuneyti, Högni S. Kristjánsson og Kristján Andri Stefánsson frá UTN, Sigurgeir Þorgeirsson og Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Lagt var fram minnisblað frá forsætisráðuneyti, „Samráðsvettvangur stjórnvalda og hagsmunaaðila vegna viðskiptaaðgerða Rússlands", dags. 24. ágúst 2015.

Kveðið var á um trúnað á hluta af umfjöllun nefndarinnar skv. 24. gr. þingskapa Alþingis.
14.08.2015 57. fundur utanríkismálanefndar Viðskipti Íslands og Rússlands.
Á fund nefndarinnar komu Högni S. Kristjánsson, Kristján Andri Stefánsson og Jörundur Valtýsson frá utanríkisráðuneyti.

Lagt var fram minnisblað utanríkisráðuneytis til utanríkismálanefndar um þvingunaraðgerðir varðandi Rússland dags. 14. ágúst 2015.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
10.08.2015 56. fundur utanríkismálanefndar Viðskipti Íslands og Rússlands.
Á fund nefndarinnar komu Jens Garðar Helgason og Kolbeinn Árnason frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Vilhjálmur Vilhjálmsson frá HB Granda og Helgi Anton Eiríksson og Teitur Gylfason frá Iceland Seafood.

Lagt var fram minnisblað um viðskipti Íslands og Rússlands með sjávarfang.

Gestirnir fótu yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
06.08.2015 55. fundur utanríkismálanefndar Viðskipti Íslands og Rússlands.
Gestir undir dagskrárliðnum voru Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Sunna Marteinsdóttir, Kristján Andri Stefánsson og Högni Kristjánsson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndaranna.