Málefni mjólkuriðnaðarins.

(1508034)
Atvinnuveganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
25.08.2015 93. fundur atvinnuveganefndar Málefni mjólkuriðnaðarins.
Á fundinn komu Ólafur Friðriksson og Rebekka Hilmarsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Einar Hafliði Einarsson frá Deloitte. Þau kynntu nýlega ákvörðun verðlagsnefndar um hækkun á heildsöluverði á mjólk, ástæður hennar og forsendur ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst kom Ólafur M. Magnússon frá Kú ehf. og kynnti afstöðu til reglna um verðlagningu á heildsöluverði mjólkur ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.