Sala fasteigna og skipa

(1510157)
Efnahags- og viðskiptanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
23.11.2015 20. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Sala fasteigna og skipa
Á fund nefndarinnar kl. 9:35 mættu Grétar Jónasson, Kjartan Hallgeirsson, Finnbogi Hilmarsson og Viðar Böðvarsson frá Félagi fasteignasala. Kl. 10:00 mættu fundinn Þórður Bogason, Björg Sigurðardóttir og Krisín Ólafsdóttir frá Eftirlitsnefnd fasteignasala. Kl. 10:20 mættu Eiríkur S. Svavarsson fyrir hönd sölufulltrúa og Hrafnhildur Björk Baldursdóttir fyrir hönd nemenda í löggildingarnámi. Gestir fóru yfir tillögur nefndarinnar að breytingum á lögum um sölu fasteigna og skipa og kynntu nefndinni sín sjónarmið í málinu.
18.11.2015 19. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Sala fasteigna og skipa
Nefndin ræddi breytingartillögur við lög nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa sem nefndin hyggst leggja fram.

Á fund nefndarinnar mætti Óalfur Egill Jónsson frá atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti og svaraði spurningum nefndarmanna.
16.11.2015 18. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Sala fasteigna og skipa
Nefndin ræddi drög að breytingu á lögum nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Ákveðið að boða ráðuneyti til fundar við nefndina og stilla upp nýjum drögum að breytingum.
21.10.2015 9. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Sala fasteigna og skipa
Á fundinn mættu Hrafnhildur Björk Baldursdóttir, Gylfi Þór Þórisson, Páll Heiðar Pálsson, Diðrik Stefánsson og Ólafur H. Guðgeirsson fyrir hönd nemenda í löggildingu fasteignasala og Eiríkur Sigurjón Svavarsson og Óskar Bergsson fyrir hönd hagsmunaaðila. Kynntu þau erindi sín fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.