Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, með síðari breytingum (reikningsár og frestun gildsitöku).

(1512154)
Allsherjar- og menntamálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
17.12.2015 27. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, með síðari breytingum (reikningsár og frestun gildsitöku).
Á fund nefndarinnar komu Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Margrét Magnúsdóttir frá Ríkisútvarpinu. Fóru þau yfir drög að frumvarpi um breytingu á lögum um Ríkisútvarpið (reikningsár og frestun gildistöku) og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Borin var upp tillaga um að nefndin myndi flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðlil í almannaþágu, nr. 23/2013, með síðari breytingum ( reikningsár og frestun gildistöku). Það var samþykkt.