Vaxtakostnaður vegna stofnunar Arion banka

(1601094)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
03.02.2016 38. fundur fjárlaganefndar Vaxtakostnaður vegna stofnunar Arion banka
Fyrri hluti fundarins um vaxtakostnað vegna stofnunar Arion banka
hófst kl. 10:01 og var hann opinn fjölmiðlum. Til fundar við nefndina komu Jón Þór Sturluson og Ragnar Hafliðason frá Fjármálaeftirlitinu.

Um kl. 10:45 var fundurinn lokaður fjölmiðlum og komu þá til fundarins frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu Þórhallur Arason og Þorsteinn Þorsteinsson. Þá var umræðum um vaxtakostnað vegna stofnunar Arion banka haldið áfram en jafnframt kynntu gestirnir ýmsar forsendur sem gengið var útfrá við stofnun nýju bankanna og svöruðu spurningum frá nefndarmönnum.