Innheimtumál ríkissjóðs

(1602102)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
24.02.2016 41. fundur fjárlaganefndar Innheimtumál ríkissjóðs
Frá embætti tollstjórans í Reykjavík komu Snorri Olsen og Edda Símonardóttir og lögðu fram kynningu og fjölluðu um innheimtu skatta og gjalda, skipulag embættisins, innheimtustefnu, innheimtuárangur, æskilegar lagabreytingar og úrbætur og árangur af umbótaverkefni. Þá svöruðu þau spurningum nefndarmanna.
Klukkan 10:45 komu til fundar við nefndina frá Sýslumanninum Norðurlandi vestra Bjarni Stefánsson, Erna Björg Jónmundsdóttir og Birna Ágústsdóttir. Þau lögðu fram kynningu og kynntu innheimtumiðstöð embættisins, fjölluðu um tilurð hennar og sögu, verkefni og árangur og leiðir til að bæta innheimtuárangur. Þá svöruðu þau spurningum nefndarmanna.