Frv. til laga um breyt. á lögum vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms

(1605125)
Allsherjar- og menntamálanefnd

Sjá þingmál númer 797 á 145. þingi: tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
27.05.2016 68. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Frv. til laga um breyt. á lögum vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms
Nefndin hélt afram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Þórunni Guðmundsdóttur, Gunnar Guðbjörnsson og Sigurð Flosason frá Samtökum tónlistarskóla í Reykjavík, Freyju Gunnlaugsdóttur frá Félagi íslenskra hljómlistarmanna, Júlíönu Indriðadóttur frá Samtökum tónlistarskólastjóra, Sigrúnu Grendal og Dagrúnu Hjartardóttur frá Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Elínu Pálsdóttur frá jöfnunarsjóði, Guðjón Bragason og Klöru E. Finnbogadóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sigfríði Björnsdóttur frá Reykjavíkurborg. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
26.05.2016 67. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Frv. til laga um breyt. á lögum vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms
Nefndin hóf umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Illuga Gunnarsson og Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, sem gerðu grein fyrir sjónarmiðum ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
25.05.2016 66. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Frv. til laga um breyt. á lögum vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms
Tekin var ákvörðun að nefndin myndin flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðum nemenda til tónlistarnáms.