Ástandið í Tyrklandi

(1607031)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
16.08.2016 56. fundur utanríkismálanefndar Ástandið í Tyrklandi
Nefndin ræddi ástandi í Tyrklandi. Steinunn Þóra Árnadóttir fór yfir afstöðu Vinstri grænna um mikilvægi þess að ályktað yrði um málið og áréttaði afstöðu sína vegna stöðunnar í Tyrklandi. Þeir nefndarmenn sem tjáðu sig voru sammála um alvarleika málsins, en töldu það hvorki í samræmi við þingsköp eða hefð að utanrikismálanefnd ályktaði. Málið ætti frekar heima á vettvangi Alþingis.
02.08.2016 52. fundur utanríkismálanefndar Ástandið í Tyrklandi
Á fundinn komu Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Hannes Pétursson, Jörundur Valtýsson, og Jóhann Jóhannsson frá utanríkisráðuneyti.

Dreift var minnisblaðinu „Valdaránstilraun í Tyrklandi og staða mála“ dags. 2. ágúst 2016 til utanríkismálanefndar frá utanríkisráðherra.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.