Frestun á gildistöku laga nr. 77/2016, um breytingu á lögum um sjúkratryggingar

(1701059)
Velferðarnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
26.01.2017 2. fundur velferðarnefndar Frestun á gildistöku laga nr. 77/2016, um breytingu á lögum um sjúkratryggingar
Á fund nefndarinnar mættu Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Þorvaldur Ingi Jónsson frá Sjúkratryggingum Íslands, Jónas Guðmundsson og Óskar Reykdalsson frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Birgir Jakobsson landlæknir og Eybjörg Hauksdóttir og Pétur Magnússon frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Gerðu þau grein fyrir sínum sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
25.01.2017 1. fundur velferðarnefndar Frestun á gildistöku laga nr. 77/2016, um breytingu á lögum um sjúkratryggingar
Á fundinn mættu Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, Ása Þórhildur Þórðardóttir frá velferðarráðuneytinu og Unnsteinn Jóhannsson, aðstoðarmaður ráðherra.
Kynntu þau málið fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.