Kosning 1. og 2. varaformanns

(1701066)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
25.01.2017 22. fundur fjárlaganefndar Kosning 1. og 2. varaformanns
Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, lagði fram tillögu um að Hanna Katrín Friðriksson yrði kjörin 1. varaformaður fjárlaganefndar og að minni hlutinn leggði fram tillögu um hver yrði 2. varaformaður. Minni hlutinn hafnaði því. Formaður lagði til að Theódóra S. Þorsteinsdóttir yrði 2. varaformaður. Voru báðar tillögur hans um varaformenn samþykktar af meiri hlutanum en hann skipa Haraldur Benediktsson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Páll Magnússon og Njáll Trausti Friðbertsson. Minni hlutinn sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Hann skipa Oddný G. Harðardóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson og Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Minni hlutinn lagði fram eftirfarandi bókun: „Við hörmum að ekki hafi náðst samkomulag um skiptingu formanns- og varaformannsembætta í nefndum í takt við 14. gr. þingskapalaga en henni var breytt 2011 í takt við skýrslu þingmannanefndar um bætt vinnubrögð í þinginu. Það er bagalegt að minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi gegni þannig öllum formanns- og varaformannsembættum í nefndum þingsins sökum þess að ekkert slíkt samkomulag náðist.“
25.01.2017 1. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Kosning 1. og 2. varaformanns
Pawel Bartoszek var kosinn 1. varaformaður og Bryndís Haraldsdóttir 2. varaformaður.

Ari Trausti Guðmundsson, Einar Brynjólfsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé greiddu ekki atkvæði.

Fulltrúar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Ari Trausti Guðmundsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé, lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar ? græns framboðs í umhverfis- og samgöngunefnd lýsa yfir vonbrigðum sínum með það hvernig stjórnarmeirihlutinn hefur haldið á málum er varðar skipan í nefndir og kosningu um forystu þeirra. Stjórnin sem nú situr er með minnsta mögulega þingmeirihluta, en tekur sér styrk í nefndum langt umfram það. Það er þvert á yfirlýsingar stjórnarliða um samstarf og góða samvinnu, ný og bætt vinnubrögð. Það er miður að stjórnarmeirihlutinn skuli notast við vinnubrögð gamaldags valdapólitíkur.“