Kosning 1. og 2. varaformanns

(1701113)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
26.01.2017 1. fundur utanríkismálanefndar Kosning 1. og 2. varaformanns
Vilhjálmur Bjarnason var kosinn 1. varaformaður og Bryndís Haraldsdóttir var kosin 2. varaformaður.

Fulltrúar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, og fulltrúi Pírata, Ásta Guðrún Helgadóttir, greiddu ekki atkvæði.

Fulltrúar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, lögðu fram eftirfarandi bókun sem Ásta Guðrún Helgadóttir, fulltrúi Pírata, tók undir:

„Fulltrúar VG í utanríkismálanefnd harma að ekki hafi náðst samkomulag um skiptingu formanns- og varaformannsembætta í nefndum í takt við 14. gr. þingskaparlaga sem var breytt 2011 í kjölfar skýrslu þingmannanefndar um bætt vinnubrögð á Alþingi. Það er bagalegt að minnsti meiri hluti á Alþingi gegni þannig öllum formanns- og varaformannsembættum í nefndum sökum þess að ekkert samkomulag náðist á milli meiri hluta og minni hluta þingsins.“