Leiðrétting laga nr. 116/2016 um breyt. á l. um almannatryggingar o.fl.

(1702026)
Velferðarnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
20.02.2017 6. fundur velferðarnefndar Leiðrétting laga nr. 116/2016 um breyt. á l. um almannatryggingar o.fl.
Á fund nefndarinnar mættu Ágúst Þór Sigurðsson, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir og Hildur Sverrisdóttir Röed frá velferðarráðuneyti. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákveðið var að meiri hluti nefndarinnar flytti frumvarp um málið.

Halldóra Mogensen, fulltrúi Pírata, óskaði eftir því að eftirfarandi yrði bókað í fundargerð:
„Halldóra Mogensen óskaði eftir því að fá álit sérfræðinga í stjórnskipunarrétti og bótarétti um það hvort að fyrirhuguð breyting, sérstaklega með tilliti til afturvirkni laganna, standist stjórnarskrá eða geti mögulega varðað bótaskyldu ríkisins gagnvart ellilífeyrisþegum. Samkomulag varð um það í nefndinni að þeir sérfræðingar yrðu kallaðir til á milli 1. og 2. umræðu.“
06.02.2017 4. fundur velferðarnefndar Leiðrétting laga nr. 116/2016 um breyt. á l. um almannatryggingar o.fl.
Ágúst Þór Sigurðsson og Hildur Sverrisdóttir Röed mættu á fund nefndarinnar, gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.